Haffjarðará fín en Dalir byrja rólega

Haffjarðará er að fara ágæt­lega af stað. Fimm til sex lax­ar hafa verið að veiðast á dag frá opn­un. Á sama tíma er ró­legt yfir Laxá í Döl­um og opn­un­ar­hollið er með einn lax.

Óttar Yngva­son var stadd­ur í ánni sinni, Haffjarðará þegar Sporðaköst náðu tali af hon­um. „Já. Ég sit hérna á ár­bakk­an­um og þetta er að fara svipað af stað og í fyrra sýn­ist mér. Fyrsta hollið veiddi á fjór­ar stang­ir og svo fór­um við í sex. Það eru að koma á land að meðaltali fimm til sex lax­ar á dag. Aðeins mis­skipt milli veiðimanna en þar ræður kannski fyrst og fremst ástund­un og hvort menn eru í stuði þann dag­inn,“ sagði Óttar i sam­tali við Sporðaköst.

Þessi áttatíu sentímetra lax tók Green Brahan númer 16. og veiddist í Nesenda í Haffjarðará. Ljósmynd/Óttar Yngvason

mbl.is – Veiði · Lesa meira