Veiðivinir, veiðibók sumarsins fyrir yngri lesendur

„Skólinn er búinn og sumarfríið að byrja og vinirnir Páll og Bjarni ganga saman heim síðasta skóladaginn. Þeir hafa verið duglegir að bera út blöð í vetur og eru fyrir löngu búnir að ákveða hvað verður keypt, já fyrir löngu. Strákarnir ætla í veiðibúðina á morgun, jafnvel í dag, þar sem þeir ætla að kaupa fyrst flugustöng og svo kaststöng. Vinirnir ætla að veiða eins mikið og þeir geta í allt sumar…“

Komin er út barnabókin VeiðiVinir sem bókaforlagið Tindur gefur út en höfundar eru þeir Gunnar Bender sem skrifar söguna og Guðni Björnsson sem annaðist myndlýsingar. Bókin er skrifuð fyrir börn á öllum aldri og annað áhugafólk um veiði, vináttu og útivist en sagan gerist við nokkra þekktustu veiðistaði landsins. Sagan segir frá ævintýrum tveggja vina sem hafa óbilandi áhuga á stangveiði og útivist og hvernig þeir takast á við verkefnin sem mæta þeim í veiðiferðum í íslenskri náttúru.

Veiðar · Lesa meira