Vatnslitamynd af veiðiflugu, sem Sigurður Árni Sigurðsson, einn af Íslands allra fremstu myndlistarmönnum málaði, hefur nú vaknað til lífsins og er flugan sjálf komin fram á sjónarsviðið og til sölu á flugubarnum í Veiðihorninu. Flugan varð til í huga listamannsins og þó hún beri keim af einhverjum flugum er hún skáldskapur í þeim skilningi.
Til eru margar skemmtilegar og áhugaverðar sögur af því hvernig flugur urðu til. Eins og svo margar af þessum sögum er sagan af Unnamed Beauty skemmtileg.
Sigurður Árni Sigurðsson fékk flugu í höfuðið og kom henni á pappír með pennslum og vatnslitum. Nú er flugan orðin raunveruleg og laxar munu fljótlega skoða hana. Ljósmynd/Guðrún Hálfdánardóttir
mbl.is – Veiði · Lesa meira