Presthólalón er fyrir neðan þjóðveginn, stutt frá Kópaskeri. Þetta er talsvert stórt sjávarlón og er hæð þess yfir sjó aðeins 1 m og áætlað flatarmál um 0.36 km². Þokkaleg bleikja er í lóninu, eins til tveggja punda, og þykir góður matfiskur. Ekki er sjáanlegt að Preshólalón eigi sér samgang við sjó en þó telja menn að vatn renni um neðanjarðarlæki til sjávar, sem skýrir tilveru sjóbleikju í lóninu. Þetta lón hefur verið stundað af íbúum á Kópaskeri, nágrenni þess og einnig ferðamönnum. Veiðileyfum í Presthólalóni fylgir einnig leyfi til að veiða í Klapparósi sem er skammt norðan við lónið. Þar er einhver veiði og fallegt umhverfi. Þangað gengur sjóbleikja um allmikla á sem fellur til sjávar.