Presthólalón

Norðausturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

15 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

3000 kr. – 3000 kr.

Tegundir

Veiðin

Presthólalón er fyrir neðan þjóðveginn, stutt frá Kópaskeri. Þetta er talsvert stórt sjávarlón og er hæð þess yfir sjó aðeins 1 m og áætlað flatarmál um 0.36 km². Þokkaleg bleikja er í lóninu, eins til tveggja punda, og þykir góður matfiskur. Ekki er sjáanlegt að Preshólalón eigi sér samgang við sjó en þó telja menn að vatn renni um neðanjarðarlæki til sjávar, sem skýrir tilveru sjóbleikju í lóninu. Þetta lón hefur verið stundað af íbúum á Kópaskeri, nágrenni þess og einnig ferðamönnum. Veiðileyfum í Presthólalóni fylgir einnig leyfi til að veiða í Klapparósi sem er skammt norðan við lónið. Þar er einhver veiði og fallegt umhverfi. Þangað gengur sjóbleikja um allmikla á sem fellur til sjávar. 

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu lóninu og einnig í Klapparósi sem er þarna stutt frá

Hægt er að ganga kringum lónið og þokkalegt bílastæði er við vatnið

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Kópasker: 5 km, Húsavík: 90 km, Raufarhöfn: 59 km, Akureyri: 166 km og Reykjavík: 554 km

Áhugaverðir staðir

Ásbyrgi: 33 km, Hljóðaklettar: 46 km og Dettifoss: 54 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Sigurður Árnason, Presthólum s: 465-2175

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Presthólalón

Engin nýleg veiði er á Presthólalón!

Shopping Basket