Þær eru ekki stórkostlegar veiðitölurnar í laxveiðinni fyrir síðustu viku. Eins og einn viðmælandi Sporðakasta orðaði það svo ágætlega, „Þetta er bölvað hark en við höldum enn fast í vonina um að hann sé bara seinni en oft áður.
Það er ýmislegt sem vekur athygli í nýjum vikutölum sem miðast við lok dags í gær. Í listanum hér að neðan má sjá heildarveiðina og í mið dálknum er vikuveiði á viðkomandi veiðisvæði. Í síðasta dálkinum, í sviga er svo að finna tölu yfir hvernig staðan var á sama tíma í fyrra. Það er samanburður sem er ekki hagstæður mörgum ám, að þessu sinni. Þó má sjá að árnar fyrir austan, Selá í Vopnafirði og Jökla eru töluvert yfir veiðinni í fyrra. Hofsá er líka skammt undan.
Halldór Sigurðsson fékk þennan fallega 2ja ára lax í Víðidalsá fyrir skemmstu. Þeir stórlaxar sem eru mættir eru fallegir en mættu vera fleiri. Ljósmynd/SH
mbl.is – Veiði · Lesa meira