Bleikjan að hellast inn

„Veiðin hefur gengið vel hjá okkur, höfum fengið 18 flottar bleikjur og tvær flundrur, bleikjan er að hellast inn á hverju flóði,“ sagði Árni Jón Erlendsson eftir að hann var við veiðar í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum og bætti; „sáum lax, en ekki mikið komið af honum ennþá. Þetta er skemmtilegt vatnasvæði en ég hef ekki veitt hérna áður,“ sagði Árni ennfremur. 

Árni Jón Erlendsson, Árni Rúnar Einarsson og Iðunn Árnadóttir með flottar bleikur /Mynd: María Gunnarsdottir

Veiðar · Lesa meira

Hvolsá & Staðarhólsá