Oddstaðavötn er samheiti á 6 vötnum á norðvestanverði Melrakkasléttu. Þau liggja öll norðan við þjóðveginn í landi Oddstaða en sú jörð er kominn í eyði. Vötnin eru Vellankötluvatn, Skeljalón, Örfaratjörn, Fremravatn, Suðurvatn og Langatjörn. Í þeim er, að Fremravatni og Löngutjörn undanskildum, hvort tveggja staðbundin bleikja og sjóbleikja; töluvert af fallegum 2 – 3 punda fiski, þó mest af honum sé smærri. Skeljalón og Vellankötluvatn tengjast um svokallað Mjósund og því lítur þannig út eins og þetta sé eitt og sama vatnið.