„Búið í svo einstöku og fallegu landi“

„Þetta er svo ein­stakt og fal­legt land sem þið búið í. Ég hef líka hrif­ist af þeirri virðingu sem fólk hér ber fyr­ir laxveiðinni og nátt­úr­unni. Við höf­um átt svo stór­kost­leg­an tíma hér á Íslandi með okk­ar sam­starfsaðilum og frá­bæru veiðifólki. Ég er upp­full af aðdáun og þakk­læti eft­ir þessa veiðisam­veru hér á Íslandi og ekki síst í Stóru Laxá þar sem ég veiddi lax í fyrsta skipti,“ sagði Francesca Curtolo í sam­tali við Sporðaköst. Francesca var hér á landi með hópi frá Patagon­ía þar sem þau hittu viðskipta­vini og sam­starfsaðila.

Hún er einn af fram­kvæmda­stjór­um Patagon­ía og ber ábyrgð á flugu­veiðihluta fé­lags­ins í Evr­ópu. Patagon­ía er í fremstu röð þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um og hef­ur styrkt margskon­ar verk­efni á því sviði, bæði hér­lend­is og víða um heim.

Francesca fékk sinn maríulax í Stekkj­ar­nefi í Stóru Laxá og bros­ir hér all­an hring­inn. Lax­inn mæld­ist 71 sentí­metri og er ný­geng­inn og silfraður eft­ir því. Ljós­mynd/​Sindri Þór

mbl.is – Veiði · Lesa meira