Landssamband veiðifélaga skoraði á veiðimenn og veiðifélög að sýna varkárni við nýtingu laxastofna í sumar. Fólst áskorunin í því að takmarka dráp á laxi og að takmarka eða banna veiðiaðferðir og búnað sem hindrar að hægt sé að sleppa laxi.
En hvernig hafa menn svo brugðist við þessu? Við kíktum á nokkrar ár til þess að sjá hversu miklu hefur verið sleppt af veiddum laxi. Það er allt frá því að allt hefur verið drepið yfir í það að 100% hefur verið sleppt.
Þegar áskorunin var sett fram, þann 8. júlí var vissulega töluvert eftir af göngutíma lax, en hann hefur nú styst verulega í annan endann og er til að mynda á Vesturlandi nánast lokið. Ef við skoðum nokkrar ár sem hafa verið að gefa mun minni veiði í sumar en í fyrra er ljóst að þessi áskorun hefur ekki skilað sér til allra. Í listanum hér að neðan horfum við á í fyrsta dálki hversu margir laxar hafa verið bókaðir. Því næst hversu hátt hlutfall er skráð af slepptum laxi. Loks er það þriðji og síðasti dálkurinn sem sýnir breytingu á veiði milli ára.
Frá Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt þeirri skráningu sem kemur fram í rafrænu veiðibókinni hafa veiðst þrettán laxar þar í sumar og engum þeirra verið sleppt. svfr.is
mbl.is – Veiði · Lesa meira