Áskorum um laxavernd skilar sér misvel

Lands­sam­band veiðifé­laga skoraði á veiðimenn og veiðifé­lög að sýna var­kárni við nýt­ingu laxa­stofna í sum­ar. Fólst áskor­un­in í því að tak­marka dráp á laxi og að tak­marka eða banna veiðiaðferðir og búnað sem hindr­ar að hægt sé að sleppa laxi.

En hvernig hafa menn svo brugðist við þessu? Við kíkt­um á nokkr­ar ár til þess að sjá hversu miklu hef­ur verið sleppt af veidd­um laxi. Það er allt frá því að allt hef­ur verið drepið yfir í það að 100% hef­ur verið sleppt.

Þegar áskor­un­in var sett fram, þann 8. júlí var vissu­lega tölu­vert eft­ir af göngu­tíma lax, en hann hef­ur nú styst veru­lega í ann­an end­ann og er til að mynda á Vest­ur­landi nán­ast lokið. Ef við skoðum nokkr­ar ár sem hafa verið að gefa mun minni veiði í sum­ar en í fyrra er ljóst að þessi áskor­un hef­ur ekki skilað sér til allra. Í list­an­um hér að neðan horf­um við á  í fyrsta dálki hversu marg­ir lax­ar hafa verið bókaðir. Því næst hversu hátt hlut­fall er skráð af sleppt­um laxi. Loks er það þriðji og síðasti dálk­ur­inn sem sýn­ir breyt­ingu á veiði milli ára.

Frá Gljúfurá í Borgarfirði. Samkvæmt þeirri skráningu sem kemur fram í rafrænu veiðibókinni hafa veiðst þrettán laxar þar í sumar og engum þeirra verið sleppt. svfr.is

mbl.is – Veiði · Lesa meira