Bubbi söng um þúsund þorska á færibandinu. Í Ytri Rangá gengu hins vegar meira en þúsund laxar í gegnum teljara á fimm dögum. Þetta vekur óneitanlega athygli þegar býsna margar ár hafa verið að fá litlar heimtur af laxi í sumar.
Veiðin í Ytri Rangá er mjög góð þessa dagana eins og gefur að skilja með svo mikilli laxagengd. Dagarnir eru að gefa jafnvel sextíu laxa, vissulega á tuttugu stangir en það er engu að síður hörkuveiði. Ytri Rangá er í dag komin yfir töluna frá í fyrra þegar veiði er borin saman við veiðina í fyrra á sama tíma. Hér má sjá fjölda laxa sem fóru í gegnum teljara í Ytri, síðustu daga.
Stemmingin hefur verið góð síðustu daga og vikur í Ytri Rangá. Göngur þar hafa verið kröftugar síðustu daga og farið í allt að fjögur hundruð laxa á einum sólarhring. Ljósmynd/Marcos Hlace
mbl.is – Veiði · Lesa meira