Aftur boðið upp á pönnukökur í Ytri Rangá

Lax núm­er tvö þúsund veidd­ist í Ytri Rangá í morg­un. Það var norsk­ur frændi okk­ar sem setti í og landaði þess­um merk­islaxi á Rangár­flúðum. Lax­inn tók Skull head Sunray og mæld­ist 63 sentí­metr­ar.

Þetta er nán­ast upp á dag sama veiði og í fyrra en þá veidd­ist tvö þúsund­asti lax­inn tveim­ur dög­um síðar eða þann 13. ág­úst. Nú er hann á ferðinni tveim­ur dög­um fyrr og hef­ur veiðin síðustu daga verið hreint út sagt frá­bær. Síðustu viku­töl­ur sýndu líka að 516 lax­ar veidd­ust í síðustu viku þegar töl­ur voru tekn­ar sam­an.

Sú vika var sú stærsta í Ytri Rangá í nokk­ur ár eða síðan 2022. Besta vik­an það ár gaf 525 laxa og var það mánaðamóta­vik­an júlí ág­úst.

Ingmar Taranger með laxinn af Rangárflúðum sem reyndist vera sá tvö þúsundasti. Það þýðir bara eitt. Pönnukökuveisla. Ljósmynd/IO

mbl.is – Veiði · Lesa meira