Magnús Ingi Baldursson veiddi maríulaxinn sinn í Laugardalsá á dögunum. Hann fékk flugustöng í fermingargjöf í sumar sem hann veiddi fiskinn á. Hann tók svartan frances í Grímhólshyl. Hollið fékk 9 laxa og var fiskur um alla á og allir fengu fisk.
Ágæt veiði hefur verið Laugardalsá í síðustu hollum.
Ljósmynd/Magnús Ingi Baldursson með Maríulaxinn
Veiðar · Lesa meira