Stærsti lax sumarsins í Laxá á Ásum veiddist í vikunni í Langhyl, eins og svo oft áður. Jón Þór Sigurvinsson var við veiðar og hann hefur lengi átt sér þann draum að komast í níutíu plús klúbbinn. Átti stærst 87 sentímetra fisk, sem hann veiddi einmitt í Langhyl í Ásunum fyrir einum átta árum.
Eins og flestir veiðimenn vita þá er alltaf séns á ævintýri, svo fremi að flugan sé út í. Jón Þór kom að Langhyl og flugan sem fór undir var Valbeinn sem Reiða öndin hnýtir og hefur gefið vel í sumar.
Þetta er stærsti laxinn til þessa í Laxá á Ásum. Hann tók Valbein mícrókón í Langhyl. Ljósmynd/Sturla Birgisson
mbl.is – Veiði · Lesa meira