Lax veiddist í Helluá í Skagafirði þann 2. ágúst og má telja fullvíst að um eldislax sé að ræða. Sporðaköst fengu senda mynd af laxinum og ber hann öll einkenni eldislax og er hann illa farinn á sporði. Laxinn mældist 89 sentímetrar.
Það einkennir þessa fiska önnur doppusetning en sjá má á villta íslenska laxinum. Þá er gjarnan brúnleit slikja á bakinu á þeim og gulgrænn litur sést oft á höfði.
Athygli vekur að fiskurinn er veiddur 2. ágúst og hafði hann gengið upp Héraðsvötnin og í Helluána sem er um þrjátíu kílómetra frá sjó.
Laxinn sem veiddist í Helluá í Skagafirði þann 2. ágúst. Hann ber með sér þekkt útlitseinkenni eldislaxa. Sá sem veiddi laxinn gerði eftirlitsstofnunum viðvart. Lítið var um viðbrögð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is – Veiði · Lesa meira