Veiddi eldislax í Helluá í Skagafirði

Lax veidd­ist í Helluá í Skagaf­irði þann 2. ág­úst og má telja full­víst að um eld­islax sé að ræða. Sporðaköst fengu senda mynd af lax­in­um og ber hann öll ein­kenni eld­islax og er hann illa far­inn á sporði. Lax­inn mæld­ist 89 sentí­metr­ar.

Það ein­kenn­ir þessa fiska önn­ur doppu­setn­ing en sjá má á villta ís­lenska lax­in­um. Þá er gjarn­an brún­leit slikja á bak­inu á þeim og gul­grænn lit­ur sést oft á höfði.

At­hygli vek­ur að fisk­ur­inn er veidd­ur 2. ág­úst og hafði hann gengið upp Héraðsvötn­in og í Hellu­ána sem er um þrjá­tíu kíló­metra frá sjó.

Laxinn sem veiddist í Helluá í Skagafirði þann 2. ágúst. Hann ber með sér þekkt útlitseinkenni eldislaxa. Sá sem veiddi laxinn gerði eftirlitsstofnunum viðvart. Lítið var um viðbrögð. Ljósmynd/Aðsend

mbl.is – Veiði · Lesa meira