Deildarvatn er eitt vatnanna á Ytrahálsi, milli Sveinungsvíkur og Kollavíkur. Það liggur í 110 m hæð yfir sjávarmáli og áætlað flatarmál þess er 0.58 km². Úr því rennur Deildará, þó ekki laxveiðiáin góðkunna, þar skammt fyrir vestan. Bæði urriði og bleikja er í Deildarvatni og er það oftast tiltölulega smár fiskur, en þó má finna þar stóra og fallega fiska. Ekki fara miklar sögur af stangveiði í vatninu en netaveiði er talsverð. Vatnið er í eigu Krossavíkur og Sveinungsvíkur.