Norskir kafarar koma á morgun

Þrír norsk­ir kafar­ar eru vænt­an­leg­ir til lands­ins í fyrra­málið og stefnt er að því að þeir hefji störf í Hauka­dalsá síðdeg­is á morg­un. Þar munu þeir stinga fyr­ir eld­islaxi en lax­ar með ein­kenni eld­is­fiska hafa verið veidd­ir í ánni ný­verið.

Að minnsta kosti tveir af köf­ur­un­um þrem­ur unnu við svipaða aðgerð árið 2023 þegar eld­islax­ar sluppu úr kví í Pat­reks­firði.

Þetta seg­ir Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðsstjóri lax- og sil­ungsveiðisviðs Fiski­stofu, í sam­tali við mbl.is. 

Norskir kafarar kafa í Faxabakka árið 2023. Þeir eru væntanlegir til landsins aftur á morgun. Ljósmynd/Eggert Skúlason

mbl.is – Veiði · Lesa meira