„Loksins fékk ég einn íslenskan“

Veiðifé­lag­arn­ir Ólaf­ur Rögn­valds­son, út­gerðarmaður og Guðmund­ur Már Stef­áns­son, lækn­ir áttu þriðja svæðið í Miðfjarðará seinnipart­inn í gær. Þeir voru á leið í einn gjöf­ul­asta veiðistað svæðis­ins, Grjótárstreng. Þeir voru komn­ir á slóðann sem ligg­ur með ánni þegar Óli Rögg, eins og hann er jafn­an kallaður sá út und­an sér stór­lax hnísa í litl­um streng, neðan við Aðal­bóls­brúna. Áður en bíl­inn stöðvaðist sagði Óli Rögg, „Út með þig og vaddu yfir á brot­inu fyr­ir neðan og veiddu streng­inn.“ Lækn­ir­inn veit sem er að þegar út­gerðarmaður­inn gef­ur skip­an­ir af þessu tagi er rétt að gera eins og hann legg­ur til. 

Vopnaður lít­illi rauðri Frances keilu með krók núm­er fjór­tán öslaði hann yfir brotið og kastaði á streng­inn. 

„Óli Rögg þekk­ir Miðfjarðarána bet­ur en flest­ir. Hann sagði mér að hann væri að koma í ána í 88. skiptið. Það eru sam­tals 264 næt­ur sem hann hef­ur gist hérna,“ hlær Guðmund­ur Már lækn­ir. Óli gríp­ur orðið. „Það er nú ekki neitt. Jonni er bú­inn að vera hérna í tvö þúsund daga,“ svar­ar Óli. Þar er hann að vísa til Jó­hanns Birg­is­son­ar, yf­ir­leiðsögu­manns í Miðfirðinum.

Við Skip­hyl í morg­un. Hall­dór Hall­dórs­son með lang­stærsta lax sem hann hef­ur veitt á ferl­in­um. Stóru hæng­arn­ir eru farn­ir að verða árás­ar­gjarn­ar. Ljós­mynd/​Hall­dór Hall­dórs­son

mbl.is – Veiði · Lesa meira