Hólmavötn eru nokkur talsins og er þau að finna sunnan við Hólmaselshæðir á Tunguselsheiði. Þau eru flest öll í um 270 m yfir sjávarmáli. Tvö vatnanna skera sig úr og eru sýnu stærst og er lækur á milli þeirra. Það stærra er sagt vera um 0.45 km². Í eystra Hólmavatnið rennur Stórilækur frá Eyjavatni og Sveindalsvötnum en frá því rennur Kverká sem fellur svo í Hafralónsá. Góður fiskur er sagður vera í Hólmavötnum og er bleikja ráðandi fisktegund. Að vötnunum er nokkur gangur frá jeppaslóðanum sem liggur um heiðina. Þarna hefur verið stunduð nokkur netaveiði stærð fisksins í vatninu til góða.