Hólmavötn

Norðausturland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar

Tegundir

Veiðin

Hólmavötn eru nokkur talsins og er þau að finna sunnan við Hólmaselshæðir á Tunguselsheiði. Þau eru flest öll í um 270 m yfir sjávarmáli. Tvö vatnanna skera sig úr og eru sýnu stærst og er lækur á milli þeirra. Það stærra er sagt vera um 0.45 km². Í eystra Hólmavatnið rennur Stórilækur frá Eyjavatni og Sveindalsvötnum en frá því rennur Kverká sem fellur svo í Hafralónsá. Góður fiskur er sagður vera í Hólmavötnum og er bleikja ráðandi fisktegund. Að vötnunum er nokkur gangur frá jeppaslóðanum sem liggur um heiðina. Þarna hefur verið stunduð nokkur netaveiði stærð fisksins í vatninu til góða. 

Kort og leiðarlýsingar

Vötnin eru nokkur talsins en þó eru tvö þeirra mest stunduð og má veiða alls staðar í þeim báðum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Næsta byggða ból er Þórshöfn

Veiðileyfi og upplýsingar

Marínó í Tunguseli s: 468-1257

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Norðausturland

Fréttir af veiði Hólmavötn

Engin nýleg veiði er á Hólmavötn!

Shopping Basket