Veiddu hann aftur tveimur árum síðar

Snemma sum­ars 2023 veiddi Þor­steinn Guðmunds­son fal­leg­an og speg­il­bjart­an urriða í Laxá í Laxár­dal. Mæld­ist hann 55 sentí­metr­ar og tók þá klass­ísku púpu Pheas­ant tail núm­er 14 í veiðistaðnum Grundará. hon­um var sleppt og Þor­steinn var sátt­ur og hugsaði ekki meir um þenn­an til­tekna urriða enda veiddi hann marga aðra í þess­ari ár­legu ferð í Laxár­dal­inn.

Frétt­ist ekki meir af þess­um Grund­arár–urriða, enda svo sem eng­inn að bú­ast við því. Grúsk­ar­inn og veiðimaður­inn Snæv­arr Örn Georgs­son rakst þó óvænt á þenn­an fisk þegar hann var að und­ir­búa veiðiferð á þess­ar sömu slóðir og skoðaði mynd­ir í app­inu Angling iQ. Kannaði hvað hann hafði verið að taka og við hvaða aðstæður. Hann skoðaði meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar úr veiðistaðnum Grundará og rakst þá á skemmti­lega staðreynd.

Hér er Þor­steinn með urriðann og þetta er vorið 2023. Snæv­arr grandskoðaði þess­ar mynd­ir og bar sam­an. Ljós­mynd/Þ​or­steinn Guðmunds­son

mbl.is – Veiði · Lesa meira