Stöðug eftirspurn eftir kvennaferðum

Rót­gró­in hefð er kom­in á kvenna­ferðir í veiði. Harpa Hlín Þórðardótt­ir sem er rekstr­araðili Ytri Rangár hef­ur skipu­lagt slík­ar ferðir í rúm­an ára­tug. Eft­ir að hún og Stefán Sig­urðsson, maður­inn henn­ar tóku að sér Ytri Rangá hef­ur fjölgað í þess­um ferðum enda marg­ar stang­ir í Ytri. Þannig voru tvær slík­ar í sum­ar í Rangárþing og tóku tug­ir kvenna þátt í hvorri ferð.

Nokkru norðar og í leit að sil­ungi fóru ríf­lega tutt­ugu kon­ur í Veiðivötn á loka­dög­um þar í ág­úst. Helga Gísla­dótt­ir hef­ur skipu­lagt slíka ferð á hverju sumri og seg­ir hún eft­ir­spurn­ina stöðuga og góða. „Vissu­lega er þetta fast­ur kjarni en svo koma vin­kon­ur og vin­kon­ur þeirra, þannig að við höf­um alltaf fyllt þess­ar ferðir,“ upp­lýs­ir Helga Gísla­dótt­ir í sam­tali við Sporðaköst.

Hópurinn sem fór í Veiðivötn fyrr í mánuðinum. Myndin er tekin rétt áður en þær skelltu sér í vöðlurnar og fóru að veiða. Ljósmynd/Helga Gísla

mbl.is – Veiði · Lesa meira