Bjarnarvatn er í Sauðaneshreppi, N-Þingeyjarsýslu. Það er í landi Skoruvíkur, er áætlað 0,12 km² að flatarmáli og í um 36 m hæð yfir sjó. Annað vatn, Mávsvatn 0,2 km² að flatarmáli og í 18 m hæð yfir sjó, er þarna stutt frá og er verðugt að skoða það líka séu menn á annað borð að leggja leið sína að Bjarnarvatni. Að vötnunun liggur jeppaslóði og er hann einna helst farinn af ferðafólki sem leggur leið sína í Skála eða að Skoruvíkurbjargi. Í vötnunum er bleikja og urriði, allgóður fiskur. Sögur fara af því að urriðinn í Mávsvatni sé vænn. Netaveiði var stunduð í vötnunum áður fyrr.