„Þegar við komum á staðinn líður okkur eins og að við séum komnir til himnaríkis. Það er svo mikil næring fólgin í náttúrunni. Fólk sem ekki hefur upplifað það áttar sig ekki á þeirri fegurð og krafti,“ segir Kristmundur Árnason sem í yfir 20 ár hefur farið ásamt nokkrum félögum sínum að veiða tvisvar á sumri í Laxá í Dölum, alltaf á sama tíma, í byrjun júlí og svo aftur í endaðan ágúst.
Hann segir engum blöðum um það að fletta að þetta sé sín uppáhaldsveiðiá. Kyrrðin og friðurinn er algjör og Kristmundur segir þá félaga hafa fyrir reglu að ræða aldrei veraldlega hluti í þessum ferðum, auk þess sem þeir slökkva alfarið á símunum. „Við sofum hvergi betur en þarna í dalnum.“
Snorri Arnar Viðarsson kastar fyrir fisk í Dönustaðagrjóti. Kristmundur segir engan vafa leika á því að þetta grjót hafi á sinni tíð komið undan jökli. Ljósmyn/Árni Sæberg.
mbl.is – Veiði · Lesa meira