Ánavatn er á Jökuldalsheiðinni, skammt sunnan Sænautavatns en austan vegar nr. 907. Eftir þeim vegi má einnig komast að vatninu frá Brú í Jökuldal. Vatnið er 4,9 km², dýpst 24 m og í 521 m hæð yfir sjó. Afrennsli þess er gegn- um Pollinn og Þverárvatn, um Þverá til Jökulsár á Brú. Mikil og góð bleikja er í vatninu og veiðist bæði á stöng og í net. Þarna er mikið af 2-3 punda fiskum og þeir stærstu sem veiðast á stöng eru 5 pund. Talið er að besti tíminn til stangveiði sé á vorin og snemma sumars. Vesturströnd vatnsins er í eigu sveitarfélagsins en austurbakkinn skiptist milli Veturhúsa og Eiríksstaða á Jökuldal.