Ánavatn

Austurland
Eigandi myndar: hreindyr.com
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Ánavatn er á Jökuldalsheiðinni, skammt sunnan Sænautavatns en austan vegar nr. 907. Eftir þeim vegi má einnig komast að vatninu frá Brú í Jökuldal. Vatnið er 4,9 km², dýpst 24 m og í 521 m hæð yfir sjó. Afrennsli þess er gegn- um Pollinn og Þverárvatn, um Þverá til Jökulsár á Brú. Mikil og góð bleikja er í vatninu og veiðist bæði á stöng og í net. Þarna er mikið af 2-3 punda fiskum og þeir stærstu sem veiðast á stöng eru 5 pund. Talið er að besti tíminn til stangveiði sé á vorin og snemma sumars. Vesturströnd vatnsins er í eigu sveitarfélagsins en austurbakkinn skiptist milli Veturhúsa og Eiríksstaða á Jökuldal.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Sænautaseli s: 892-8956 eða 845-8956, www.facebook.com

Skjöldólfsstaðir s: 471-2006, ahreindyraslodum.is

Ferðaþjónusta Sáms, Aðalbóli s: 471-2788

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 79 km, Húsavík:174 km, Akureyri: 203 km og Reykjavík: 590 km

Veitingastaðir

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli, t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá keyptan mat

Veiðileyfi og upplýsingar

Lilja eða Björn í Sænautasel s: 892-8956 eða 845-8956, meðan þar er opið. Annars Bragi Björgvinsson, bóndi á Eiríksstöðum s: 471-1066

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Ánavatn

Engin nýleg veiði er á Ánavatn!

Shopping Basket