Þverárvatn og Pollur eru á Jökuldalsheiði, skammt sunnan Ánavatns og fellur afrennsli þess gegnum hin tvö, um læk sem nefnist Kíll. Úr Þverárvatni, sem er 0,64 km² og í 519 m hæð yfir sjó, rennur Þverá til Jökulsár. Bæði þessi vötn eru fremur smá, einkum Pollurinn. Fiskur er í þeim báðum, hin þokkalegasta bleikja, en smærri en í Ánavatni. Einnig er veiði í Þveránni sjálfri. Ekki hefur verið mikil ásókn í veiðileyfi í þessi vötn, enda skammt til Ánavatns sem flestir telja betri kost.