Þverárvatn & Pollur

Austurland
Eigandi myndar: visir.is
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

Tegundir

Veiðin

Þverárvatn og Pollur eru á Jökuldalsheiði, skammt sunnan Ánavatns og fellur afrennsli þess gegnum hin tvö, um læk sem nefnist Kíll. Úr Þverárvatni, sem er 0,64 km² og í 519 m hæð yfir sjó, rennur Þverá til Jökulsár. Bæði þessi vötn eru fremur smá, einkum Pollurinn. Fiskur er í þeim báðum, hin þokkalegasta bleikja, en smærri en í Ánavatni. Einnig er veiði í Þveránni sjálfri. Ekki hefur verið mikil ásókn í veiðileyfi í þessi vötn, enda skammt til Ánavatns sem flestir telja betri kost.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Sænautasel s: 892-8956 eða 845-8956, www.facebook.com

Skjölólfsstaðir, s: 471-2006, ahreindyraslodum.is

Ferðaþjónusta Sáms, Aðalbóli s: 471-2788

Kort og leiðarlýsingar

Veiði er leyfð alls staðar í báðum vötnunum

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 80 km, Húsavík:176 km, Akureyri: 205 km og Reykjavík: 592 km

Veitingastaðir

Hægt er að kaupa veitingar á Sænautaseli, t.d. kaffi og lummur. Með fyrirvara er hægt að fá keyptan mat.

Veiðileyfi og upplýsingar

Lilja eða Björn í Sænautaseli s: 892-8956 eða 845-8956, yfir sumartímann. Annars Bragi Björgvinsson á Eiríksstöðum s: 471-1066

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Austurland

Fréttir af veiði Þverárvatn & Pollur

Engin nýleg veiði er á Þverárvatn & Pollur!

Shopping Basket