Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu, og er um 1,25 km² að stærð, dýpst er það um 10 m, og liggur í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá sem sameinast Geitdalsá úr Norðurdal og eftir það heitir áin Grímsá. Nokkuð mikið er af vænum urriða í Skriðuvatni, allt að 5 punda fiskar, en einnig veiðast þar bleikjur. Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá.