Skriðuvatn

Austurland
Eigandi myndar: is.nat.is
Calendar

Veiðitímabil

01 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

9900 kr. – 9900 kr.

Tegundir

Veiðin

Skriðuvatn er efst í Skriðdal í S-Múlasýslu, og er um 1,25 km² að stærð, dýpst er það um 10 m, og liggur í 155 m hæð yfir sjávarmáli. Í vatnið renna Öxará, Forvaðará og Vatnsdalsá og úr Skriðuvatni fellur Múlaá sem sameinast Geitdalsá úr Norðurdal og eftir það heitir áin Grímsá. Nokkuð mikið er af vænum urriða í Skriðuvatni, allt að 5 punda fiskar, en einnig veiðast þar bleikjur. Ákjósanlegt er að stunda veiðar með flugu í lóni sem fellur úr vatninu og í Múlaá. 

Gisting & aðstaða

Tjaldstæði

Veiðikortshafi hefur heimild til að tjalda endurgjaldslaust í landi Vatnsskóga

Veiðireglur

Handhafar Veiðikortsins geta farið beint til veiða en verða að hafa Veiðikortið við höndina til að sýna veiðiverði, þegar hann vitjar veiðimanna. Eitt barn undir fermingu veiðir frítt, greiði fullorðinn veiðileyfi eða sýnir Veiðikortið. Eingöngu er heimil stangveiði og þá eingöngu frá bökkum.

Kort og leiðarlýsingar

Vatnasvæðið, sem um ræðir, er Skriðuvatn að austanverðu í landi Vatnsskóga. Það er svæðið þar sem Skriðuvatn fellur í Múlaá og öll strandlengja vatnsins að austan, allt að Öxará. Einnig er veiðiréttur í austanverðri Múlaá, frá upptökum árinnar, og 250 m niður ána allt að merktum landamerkjastólpa. Einnig er heimilt að veiða í Öxará að austanverðu þar sem áin fellur í Skriðuvatn og upp eftir ánni.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Egilsstaðir: 40 km, Höfn í Hornarfirði: 148 km, Húsavík: 256 km, Akureyri: 285 km og Reykjavík: 596 km.

Áhugaverðir staðir

Hallormsstaðaskógur: 41 km, Hengifoss: 52 km, Skriðuklaustur: 55 km, Óbyggðasetriðið: 71 km og Vök böð: 43 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Skriðuvatn er hluti af Veiðikortinu

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Austurland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Skriðuvatn

Engin nýleg veiði er á Skriðuvatn!

Shopping Basket