Krókavatn er 2 km norðaustan Lagarfossvirkjunar í Hjaltastaðaþinghá á Héraði. Það er 0,33 km² að flatarmáli, mesta dýpi er 15 m og það er í 30 m hæð yfir sjó. Í vatninu er urriði, ágætur fiskur og ekki óalgengt að þar fáist fiskar um 4 – 5 pund. Algengasta stærðin er þó 2-3 pund. Frárennsli er frá Krókavatni til Lagarfljóts um lítinn læk. Besta veiðin er vanalega fyrst á vorin og snemma í júní. Til að komast að Krókavatni er best að aka veg 944 að bænum Ekru, en þaðan er um 20 mínútna gangur að vatninu.