Hestvatn

Suðurland
Eigandi myndar: Veiðibók
Calendar

Veiðitímabil

01 maí – 15 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Fishing rod

Fjöldi stanga

20 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

2000 kr. – 2000 kr.

Tegundir

Veiðin

Hestvatn er stórt og djúpt vatn norðan Hestfjalls í Grímsnesi. Það er 6.8 km² að flatarmáli og mesta dýpi þess er 60 m sem þýðir að vatnsbotninn nær allt að 12 m niður fyrir sjávarmál. Útfall þess er norður við Hestfjall, til Hvítár um Slauku. Hestvatn er gott veiðivatn, í því fæst bleikja, urriði og murta. Veiðst hafa bleikjur um þrjú til fjögur pund, þótt megnið af fiskinum sé smærra. Urriðinn í vatninu getur einnig orðið býsna vænn og hafa fengist fiskar allt að átta pundum, enda þótt þeir séu fáséðir. Helstu veiðistaðir eru við Kríutanga, Heimavík, Austurvík og Vesturvík. Það er hægt að aka alla leið að Heimavík en 5-10 mín. gangur frá veginum að Austur- og Vesturvík.

Gisting & aðstaða

Gistihús

Tjaldstæði

Góð tjaldstæði eru skammt frá Kiðjabergi

Kort og leiðarlýsingar

Veiðileyfin gilda fyrir landi Eyvíkur, á milli Grjótár og Galtar.

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Selfoss: 28 km, Hella: 65 km, Reykjavík: 83 km og Akureyri: 423 km.

Áhugaverðir staðir

Kerið: 15 km, Reykholt: 24 km, Skálholt: 21 km, Laugarvatn Fontana: 24 km, Geysir: 44 km og Gullfoss: 54 km

Veiðileyfi og upplýsingar

Þórarinn Magnússon s: 486-4446 & 892-9646.

Golfsklúbbur Kiðjabergs s: 486-4495.

 

 

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Hestvatn

Engin nýleg veiði er á Hestvatn!

Shopping Basket