Á Galtalæk II í Landsveit er eldisstöð frá fiskeldinu í Fellsmúla þar sem hinn víðfrægi ísaldarurriði er alinn upp áður en honum er sleppt í Veiðivötn. Einnig er þar alinn fiskur af Grenlækjarstofni. Þessum fiski er sleppt í Tangavatn (urriða, sjóbirtingi og bleikju) og hafa margir gert góða veiði í vatninu sem er nokkuð vinsælt. Mest er um að ræða tveggja til þriggja punda fiska, en allt að 10 punda fiskar hafa veiðst í vatninu frá því sleppingar hófust í kringum 1992. Kvóti hefur verið 4 fiskar á stöng á dag en hægt er að greiða aukalega fyrir fiska umfram kvóta.