Álftavatn

Suðurland
Eigandi myndar: Veiðikortið
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 31 ágúst

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi

Tegundir

Veiðin

Álftavatn er á hálendinu fyrir norðan Mýrdalsjökul á milli Torfajökuls og Tindafjallajökuls. Það er í um 530 metra hæð yfir sjávarmáli og er um 1.12 km² að flatarmáli. Vatnið liggur við “Laugaveginn”, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Við vatnið stendur skáli Ferðafélags Íslands, ásamt öðrum húsum sem reist voru árið 1979 og rúma 58 manns. Álftavatn er ofsetið af smárri bleikju, sem var á sínum tíma sleppt í vatnið þar sem það var talið fisklaust. Veiddust mjög vænar bleikjur í Álftavatni í nokkur ár stuttu eftir sleppingarnar. En svo fór sem fór, vatnið var illa sótt, ekki veitt þar í net og það því brátt ofsetið. Urriða var sleppt í vatnið til að láta reyna á grisjun. Hann stækkaði nokkuð en ekki er vitað hvort grisjun á bleikjunni hafi tekist með þeim sleppingum. Þrátt fyrir allt getur verið gaman í fögru umhverfi að leika sér að bleikjunni þarna og unga kynslóðin, sem er að stíga sín fyrstu skref í veiði, getur unað sér vel við vatnið.

Kort og leiðarlýsingar

Veiða má í öllu vatninu

Veiðileyfi og upplýsingar

Upplýsingar um söluaðila veiðileyfa verða birt hér fljótlega

Viðar s: 862-1957

Daglegur veiðitími

Staðsetning

Suðurland

Fréttir af veiði Álftavatn

Engin nýleg veiði er á Álftavatn!

Shopping Basket