Úlfarsá (Korpa)

Suðvesturland
Eigandi myndar: SVFR
Calendar

Veiðitímabil

27 júní – 22 júlí

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

21000 kr. – 52000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Við Vesturlandsveg skiptir áin um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er oftast nær 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurgera og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Áin hefur verið algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði. Óheimilt er að veiða við teljarann í Korpu nær en 50 m fyrir ofan og neðan teljarann.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Ágætis veiðihús er við ána en þar er upplagt að fá sér nesti og skipuleggja veiðina. Auk þess er salerni í húsinu. Veiðimenn eru beðnir um að ganga vel um veiðihúsið, ána og umhverfi hennar. Kóði að lyklahúsi er 1939.

Veiðihúsið stendur við Blikastaðakró. Ekið er sem leið liggur upp Vesturlandsveg en beygt niður Korpúlfsstaðaveg, þaðan er beygt inn á Barðastaði og ekið niður að Korpúlfsstaðavelli. Við enda Barðastaða tekur við smá spölur á malarvegi sem liggur að veiðihúsinu.

Kort og leiðarlýsingar

Veiðihúsið stendur við Blikastaðakró. Ekið er sem leið liggur upp Vesturlandsveg en beygt niður Korpúlfsstaðaveg, þaðan er beygt inn á Barðastaði og ekið niður að Korpúlfsstaðavelli. Við enda Barðastaða tekur við smá spölur á malarvegi sem liggur að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið nær frá Hafravatni og niður að ós, þar sem Sjávarfoss er neðsti veiðistaður

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Korpa rennur í útjaðri Reykjavíkur, Selfoss: 56 km, Keflavík: 56 km og Akureyri: 378 km

Veiðileyfi og upplýsingar

svfr.is/vefsala

Stangaveiðifélag Reykjavíkur, [email protected] s: 568-6050

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

15:00 – 21:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Úlfarsá (Korpa)

Fengum lax á síðustu mínútu

„Þetta endaði vel í Korpu í gær, fengum fimmta laxinn í Stíflunni á flugu, skemmtilegur endir á deginum,“ sagði Einar Margeir undir lok dagsins í ánni. En Korpa hefur verið ágæt

Lesa meira »

Sérstakur dagur

„Við pabbi vorum að koma úr Korpu i gær,” sagði Ásgeir Ólafsson og bætti við, „já það var nú frekar sérstakur dagur. Það var glampandi sól og nánast logn fyrir

Lesa meira »

KR-ingurinn með flottan lax í Korpu

Veiðin hefur verið flott í Elliðaánum, Korpu og Leirvogsá, og einn og einn maríulaxinn lítur dagsins ljós þessa dagana.  Hann Angantýr Guðnason, 9 ára KR-ingur gerði sér litið fyrir í

Lesa meira »
Shopping Basket