Úlfarsá er frábær laxveiðiá í fögru umhverfi í landi Reykjavíkur. Við Vesturlandsveg skiptir áin um nafn og heitir þar fyrir neðan Korpúlfsstaðaá eða Korpa. Úlfarsá er oftast nær 10-20 metra breið, tær og ekki straumþung. Mikil vinna hefur verið lögð í að endurgera og búa til veiðistaði. Þessar lagfæringar á ánni hafa gert hana enn aðgengilegri til fluguveiða. Áin hefur verið algjörlega sjálfbær og engar seiðasleppingar fara þar fram. Skylt er að taka hreistursýni af hverjum veiddum fiski sé þess óskað af veiðiverði. Óheimilt er að veiða við teljarann í Korpu nær en 50 m fyrir ofan og neðan teljarann.
Fengum lax á síðustu mínútu
„Þetta endaði vel í Korpu í gær, fengum fimmta laxinn í Stíflunni á flugu, skemmtilegur endir á deginum,“ sagði Einar Margeir undir lok dagsins í ánni. En Korpa hefur verið ágæt