KR-ingurinn með flottan lax í Korpu

Veiðin hefur verið flott í Elliðaánum, Korpu og Leirvogsá, og einn og einn maríulaxinn lítur dagsins ljós þessa dagana.  Hann Angantýr Guðnason, 9 ára KR-ingur gerði sér litið fyrir í Korpu fyrir fáum dögum að veiða mariulaxinn sinn. Fiskinn veiddi veiðimaðurinn ungi í Þjófahyl. Veiðin í Korpu hefur verið allt í lagi og töluvert af fiski að ganga í ána.

Ef við æðum úr einu í annað er Efri-Flókadalsá komin með 433 bleikjur og síðasta holl sem var skipað aflaklóm, veiddi yfir 70 en mikið hefur verið að ganga af fiski í ána og líka Flókadalsá neðri.

Veiðimenn voru á öllum vigstöðum fyrir vestan í Hvannadalsá, Langadalsá og Laugardalsá en Laugardalsá hefur gefið 25 laxa og ekki hafa fengist veiðitölur úr hinum ánum. Alla vega voru veiðimenn um allt að veiða og í Hvannadalsá var einhver veiði.

Ljósmynd/Angantýr Guðnason með maríulaxinn sinn úr Korpu

Stangveiði – Veiðin.is · Lesa meira

Úlfarsá (Korpa)