Brynjudalsá er lítil og nett á í Hvalfirði, sem rennur til sjávar í Brynjudalsvog. Í henni eru tveir fossar, Bárðarfoss og Kliffoss, þar safnast mikið af laxi saman við vissar aðstæður. Einmitt þá krefst áin nærgætni af hendi veiðimanna til að góður árangur náist. Oft er mikið fjör fyrir neðan fossana, sérstaklega Bárðarfoss fyrri hluta sumars. Þegar líður á sumarið dreifist fiskurinn um allt svæðið, en þá gefur oft svæðið við Kliffoss og þar fyrir neðan mjög vel. Meðalveiði síðustu 5 ára er 225 laxar