Brynjudalsá

Suðvesturland
Eigandi myndar: Hreggnasi
Calendar

Veiðitímabil

28 júní – 28 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga
Fishing rod

Fjöldi stanga

2 stangir
Stop

Kvóti

2 fiskar á stöng/dag

Gistimöguleikar

Veiðihús
Information

Leiðsögn

Í boði
Accessibility

Aðgengi

Fjölskylduvænt, Þægilegt aðgengi, Þarfnast leyfi
Dollar

Verðbil

heill dagur

32000 kr. – 68000 kr.

Tegundir

Lax

Veiðin

Brynjudalsá er lítil og nett á í Hvalfirði, sem rennur til sjávar í Brynjudalsvog. Í henni eru tveir fossar, Bárðarfoss og Kliffoss, þar safnast mikið af laxi  saman við vissar aðstæður. Einmitt þá krefst áin nærgætni af hendi veiðimanna til að góður árangur náist. Oft er mikið fjör fyrir neðan fossana, sérstaklega Bárðarfoss fyrri hluta sumars. Þegar líður á sumarið dreifist fiskurinn um allt svæðið, en þá gefur oft svæðið við Kliffoss og þar fyrir neðan mjög vel. Meðalveiði síðustu 5 ára er 225 laxar

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Sumarið 2015 var byggt glæsilegt veiðihús við Brynjudalsá. Húsið er staðsett við efri fossinn, með frábæru útsýni yfir Hvalfjörð. Í húsinu eru tvö svefnherbergi og góður aðbúnaður.

Kort og leiðarlýsingar

Frá Reykjavík er ekinn þjóðvegur 1 (Vesturlandsvegur) í átt að Hvalfjarðargöngum. Stuttu áður en komið er að göngunum er beygt til hægri og ekið inn Hvalfjörð yfir brúna yfir Laxá í Kjós og inn í Hvalfjarðarbotn.

Veiðisvæðið er um 11 km og á því eru skráðir 22 veiðistaðir. Sá efsti er Tóftarhylur og sá neðsti Bárðárfoss

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 48 km, Reykjavík: 65 km, Reykjanesbær: 106 km og Akureyri: 330 km

Veitingastaðir

Bjarteyjarsandur: 16 km og Ferstikla: 21 km

Áhugaverðir staðir

Glymur (hæsti foss Íslands): 8 km og Hernámsetrið s: 433-8877, warandpeace.is (22 km)

 

Veiðileyfi og upplýsingar

www.hreggnasi.is

Hreggnasi ehf s: 577-2230 & 898-2230,  [email protected]

Daglegur veiðitími

Morgunvakt

07:00 – 13:00

Kvöldvakt

16:00 – 22:00

Staðsetning

Suðvesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Brynjudalsá

Engin nýleg veiði er á Brynjudalsá!

Shopping Basket