„Eftir einstaka veðurblíðu virðist veturinn vera mættur,“ segir Tómas Skúlason í Veiðiportinu og bætir við; „loksins komið frost og bara alvöru mínustölur í kortunum. Vötnin leggja eitt af öðru og dorgveiðimenn fara á stjá. Síðastliðin ár hefur verið mikil aukning á veiðimönnum sem stunda ísdorgveiði.
Þetta er þó drifið áfram af Pólverjum, Litháum og öðrum farandverkamönnum sem eru mun duglegri við þessa iðju en Íslendingar.
Til að mæta þessu höfum við í Veiðiportinu stóraukið vöruúrvalið fyrir ísdorgveiði.
Líklega er besta beitan hvítmaðkur sem við erum með, en einnig deig búið til úr blóðormi og allskonar beitukúlur með hvítmaðki, rækjum og blóðormi. Ísborar, ausur, standar fyrir stangirnar á ísnum og góðir veiðikassar sem hægt er að sitja á við veiðarnar,“ segir Tómas en bætir við að betra sé að fara varlega.
Athugið að ísinn getur verið varasamur!
5cm ís – farið ekki út á ísinn
10cm ís – heldur mönnum
25cm ís – óhætt að fara með létt tæki eins og vélsleða og fjórhjól
30cm ís– óhætt að keyra minni bíla og jepplinga á ísnum
40cm ís – óhætt að keyra stóra fjallabíla á ísnum
Varist uppsprettur sem valda því að ís er mun þynnri þar og hættulegur öllum sem eru á ísnum.
Verið ávalt með 6 – 10 metra spotta eða snæri ef ske kynni að menn fari niður um vök.
„Förum varlega en förum að veiða. Ísdorgið styttir manni biðina eftir vorinu góða sem senn mun koma,“ segir Tómas ennfremur.
Tómas í Veiðiportinu með hvítmaðk/Ljósmynd Veiðiportið
Veiðar · Lesa meira