„Dramatísk aðgerð að banna veiði“

Gagn­rýni hef­ur komið fram á að neta­veiðar á laxi séu leyfðar í ám á Suður­landi. Þessi gagn­rýni hef­ur komið frá veiðimönn­um og leigu­tök­um. Hef­ur þessi gagn­rýni verið sett fram und­ir þeim for­merkj­um að lax sé í út­rým­ing­ar­hættu og því sé neta­veiði eitt­hvað sem sam­rým­ist á eng­an hátt þeirri stöðu. Nú síðast stigu fram þeir Har­ald­ur Ei­ríks­son, leigutaki Laxár í Kjós og Árni Bald­urs­son, land­eig­andi við Sog og veiðimaður og gagn­rýndu harðlega að þess­ar veiðar væru ekki stöðvaðar. Sporðaköst báru þessa gagn­rýni und­ir Guðna M. Ei­ríks­son sviðsstjóra lax- og sil­ungsveiðisviðs Fiski­stofu.

„Ef að við fengj­um ráðgjöf um það frá Haf­rann­sókna­stofn­un að stofn­ar hefðu ekki veiðiþol þá höf­um við vald­heim­ild­ir til þess að banna veiði yfir höfuð, að viss­um skil­yrðum upp­fyllt­um. Bæði stang­veiði og aðra veiði ef til­efni er talið til,“ staðfesti Guðni M. Ei­ríks­son sviðstjóri.

Gagnrýni hefur komið fram á að netaveiði sé heimiluð, þegar laxinn á undir högg að sækja. Dramatísk aðgerð, að stöðva veiði segir Fiskistofa en fylgjast með. mbl.is/Golli

mbl.is – Veiði · Lesa meira