Gagnrýni hefur komið fram á að netaveiðar á laxi séu leyfðar í ám á Suðurlandi. Þessi gagnrýni hefur komið frá veiðimönnum og leigutökum. Hefur þessi gagnrýni verið sett fram undir þeim formerkjum að lax sé í útrýmingarhættu og því sé netaveiði eitthvað sem samrýmist á engan hátt þeirri stöðu. Nú síðast stigu fram þeir Haraldur Eiríksson, leigutaki Laxár í Kjós og Árni Baldursson, landeigandi við Sog og veiðimaður og gagnrýndu harðlega að þessar veiðar væru ekki stöðvaðar. Sporðaköst báru þessa gagnrýni undir Guðna M. Eiríksson sviðsstjóra lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu.
„Ef að við fengjum ráðgjöf um það frá Hafrannsóknastofnun að stofnar hefðu ekki veiðiþol þá höfum við valdheimildir til þess að banna veiði yfir höfuð, að vissum skilyrðum uppfylltum. Bæði stangveiði og aðra veiði ef tilefni er talið til,“ staðfesti Guðni M. Eiríksson sviðstjóri.
Gagnrýni hefur komið fram á að netaveiði sé heimiluð, þegar laxinn á undir högg að sækja. Dramatísk aðgerð, að stöðva veiði segir Fiskistofa en fylgjast með. mbl.is/Golli
mbl.is – Veiði · Lesa meira