Gamli tíminn snýr aftur í fluguhnýtingum

Áhugi á flugu­hnýt­ing­um hef­ur verið með mesta móti í vet­ur. Segja má að þessi mikli áhugi eigi ræt­ur að rekja til Covid ár­anna þegar fólk var mun minna á ferðinni og viðburðir heyrðu nán­ast sög­unni til. Já­kvæð áhrif heims­far­ald­urs­ins eru ekki mik­il. Þó gæti þessi aukni áhugi fallið þar und­ir. Hvergi sést þess aukn­ing bet­ur en í verk­efn­inu Fe­brú­arflug­ur sem Kristján Friðriks­son hef­ur leitt á síðunni sinni FOS.is Síðasta fe­brú­ar­mánuð var slegið enn eitt metið í fjölda inn­sendra mynda af flug­um. Vissu­lega voru þær fleiri á Covid ár­un­um en Sporðaköst eru sam­mála Kristjáni sem í upp­gjöri sínu und­an­skil­ur Covid árin þegar hann horf­ir til fjölda og þeirr­ar aukn­ing­ar sem hef­ur orðið. Þetta hef­ur leitt til þess að fram­boð á flugu­hnýt­inga­efni er aft­ur orðið mjög fjöl­breytt í veiðiversl­un­um yfir vetr­ar­tím­ann og til­boð og vöruþróun blómstra.

Niklas Dahlin, sem er þekktur sænskur fluguhnýtari hnýtir flugurnar í nýjum kennslumyndböndum sem Veiðihornið er að framleiða. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira