Áhugi á fluguhnýtingum hefur verið með mesta móti í vetur. Segja má að þessi mikli áhugi eigi rætur að rekja til Covid áranna þegar fólk var mun minna á ferðinni og viðburðir heyrðu nánast sögunni til. Jákvæð áhrif heimsfaraldursins eru ekki mikil. Þó gæti þessi aukni áhugi fallið þar undir. Hvergi sést þess aukning betur en í verkefninu Febrúarflugur sem Kristján Friðriksson hefur leitt á síðunni sinni FOS.is Síðasta febrúarmánuð var slegið enn eitt metið í fjölda innsendra mynda af flugum. Vissulega voru þær fleiri á Covid árunum en Sporðaköst eru sammála Kristjáni sem í uppgjöri sínu undanskilur Covid árin þegar hann horfir til fjölda og þeirrar aukningar sem hefur orðið. Þetta hefur leitt til þess að framboð á fluguhnýtingaefni er aftur orðið mjög fjölbreytt í veiðiverslunum yfir vetrartímann og tilboð og vöruþróun blómstra.
Niklas Dahlin, sem er þekktur sænskur fluguhnýtari hnýtir flugurnar í nýjum kennslumyndböndum sem Veiðihornið er að framleiða. Ljósmynd/Veiðihornið
mbl.is – Veiði · Lesa meira