Góður gangur í Kjósinni

„Það hafa verið að veiðast 20 fiskar á dag síðan vorveiðin hófst og hafa veiðst 70 til 80 fiskar fyrstu 4 dagana,“ sagði Haraldur Eiríksson er við spurðum um Laxá í Kjós og sjóbirtingsveiðina sem hefur gengið vel. Veðrið hefur skánað en í gær og fiskurinn var að gefa sig. „Veiðimenn eru ennþá að veiða mikið af hoplaxi, sem er ekki allur farinn ennþá, og það er óvenjulega mikið af geldfiski. Það er eiginlega bara ekkert af hrygningabirtingi í aflanum. En veiðin gengur fínt,“ sagði Haraldur ennfremur.
Hákon Már Örvarsson meistarakokkur með meiru stóð á bakkanum í Kjósinni í gær og veiddi m.a. þennan 77 cm sjóbirting í Álabökkum á fluguna Dýrbít. „Það var fín veiði en rigning og hvasst og vatnið í ánni óx yfir daginn“ sagði Hákon.

Laxá í Kjós Mynd María Gunnarsdóttir

Það er víða góð veiði núna eins og í Leirá, Korpu og Leirvogsá. Vorveiðin er víða í gangi núna. 

Mynd: Hákon Már Örvarsson með sjóbirtingin væna.

Veiðar · Lesa meira

Hólaá – Austurey