Sníkjudýrið Gyrodactylus er ein alvarlegasta ógn sem steðjar að villtum laxi nú á tímum. Norðmenn hafa verið að glíma við þennan hvimleiða gest í fimmtíu laxveiðiám og nú er búið að finna það í Svíþjóð. Starir, sem leigir Víðidalsá, Þverá/Kjarrá og fleiri ársvæði hefur brugðist við þessari ógn með því að skylda veiðimenn sem koma erlendis frá til að sótthreinsa sinn búnað. Þá er þeim veiðimönnum sem hafa veitt í öðrum löndum en á Íslandi bannað að vera með fíltsóla undir vöðluskóm, þar sem þeir geta borið kvikindið með sér.
Ingólfur Ásgeirsson eigandi Stara ehf segist hafa miklar áhyggjur af þessu, því efGS kemur upp hér á landi geti það einfaldlega þýtt endalok villta laxins á því ársvæði. Komist sníkjudýrið í á hér á landi þarf að drepa allt lífríki í henni eins og það leggur sig. Þessu hafa Norðmenn staðið frammi fyrir og það er auðvelt að ímynda sér hversu alvarlegt mál þetta getur orðið því loka þarf ánni árum saman og svo er óvíst hvernig tekst til með uppbyggingu á nýjan leik. „Við eigum ekki genabanka til að byggja upp stofnana okkar aftur,“ segir Ingólfur áhyggjufullur.
Starir sem leigja nokkrar laxveiðiár hafa hert mjög á sótthreinsun á búnði veiðimanna sem koma erlendis frá. Hér má úðabrúsa sem þeir nota og fiskikar með efni til að hreinsa skó og vöðlur. Ljósmynd/Starir
mbl.is – Veiði · Lesa meira