Herða reglur um sótthreinsun á búnaði

Sníkju­dýrið Gyrodactylus er ein al­var­leg­asta ógn sem steðjar að villt­um laxi nú á tím­um. Norðmenn hafa verið að glíma við þenn­an hvim­leiða gest í fimm­tíu laxveiðiám og nú er búið að finna það í Svíþjóð. Star­ir, sem leig­ir Víðidalsá, Þverá/​Kjar­rá og fleiri ár­svæði hef­ur brugðist við þess­ari ógn með því að skylda veiðimenn sem koma er­lend­is frá til að sótt­hreinsa sinn búnað. Þá er þeim veiðimönn­um sem hafa veitt í öðrum lönd­um en á Íslandi bannað að vera með fíltsóla und­ir vöðluskóm, þar sem þeir geta borið kvik­indið með sér.

Ingólf­ur Ásgeirs­son eig­andi Stara ehf seg­ist hafa mikl­ar áhyggj­ur af þessu, því efGS kem­ur upp hér á landi geti það ein­fald­lega þýtt enda­lok villta lax­ins á því ár­svæði. Kom­ist sníkju­dýrið í á hér á landi þarf að drepa allt líf­ríki í henni eins og það legg­ur sig. Þessu hafa Norðmenn staðið frammi fyr­ir og það er auðvelt að ímynda sér hversu al­var­legt mál þetta get­ur orðið því loka þarf ánni árum sam­an og svo er óvíst hvernig tekst til með upp­bygg­ingu á nýj­an leik. „Við eig­um ekki gena­banka til að byggja upp stofn­ana okk­ar aft­ur,“ seg­ir Ingólf­ur áhyggju­full­ur.

Starir sem leigja nokkrar laxveiðiár hafa hert mjög á sótthreinsun á búnði veiðimanna sem koma erlendis frá. Hér má úðabrúsa sem þeir nota og fiskikar með efni til að hreinsa skó og vöðlur. Ljósmynd/Starir

mbl.is – Veiði · Lesa meira