Árni Baldursson er lifandi goðsögn í veiðiheiminum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Hann hefur veitt um víða veröld, meðal annars í Rússlandi, Suður-Ameríku, Skotlandi, Noregi, Grænlandi og Alaska og lent í ótrúlegum ævintýrum.
Um tíma var Árni stærsti veiðileyfasali landsins og var með starfsemi og veiðihús í mörgum löndum. Hann segir sögur sínar í fyrsta sinn á prenti í nýútkominni bók sem nefnist Í veiði með Árna Bald.
Árni fer um víðan völl í bókinni. Í henni má finna sögur frá æskuárunum og hlaupunum undan veiðiverðinum í Elliðaánum, sumarvistinni í heimasmíðuðu hjólhýsi við Varmá, fiskeldi í baðkörum, uppákomum sem veiðisýkin getur valdið í hjónabandinu, fyrstu árunum sem leigutaka, erlendum ævintýrum og hrakförum, veiðifélögunum, draugum, einræðisherrum, mafíunni, kóngafólki, tónlistarmönnum, hermönnum og svo mætti lengi telja.
Það ættu allir að geta skemmt sér vel yfir bókinni hans Árna en við lestur hennar er eins og lesandinn sé raunverulega í veiði með Árna Bald á meðan hann segir sínar víðfrægu sögur
Veiðar · Lesa meira