Nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga tekur við á morgun. Það er umhverfis– og auðlindafræðingurinn Jóhann Helgi Stefánsson sem er að taka við Gunnari Erni Petersen. Jóhann Helgi er enginn nýgræðingur þegar kemur að veiði og hagsmunabaráttu á þeim vettvangi. Hann sat í stjórn FUSS sem er Félag ungra í skot– og stangveiði. Hann hefur einnig tekið þátt í baráttu fyrir verndun villta laxins meðal annars sem sjálfboðaliði fyrir NASF sem hefur gert sig gildandi í baráttunni.
„Ég hef kynnst þessum málaflokki býsna vel síðustu ár og komið að veiði og hagsmunabaráttu með ýmsu móti. Mér fannst þetta kjörið tækifæri til að geta unnið við það sem maður hefur ástríðu fyrir. Þess vegna sótti ég um þetta spennandi starf,“ upplýsti Jóhann Helgi í samtali við Sporðaköst.
Jóhann Helgi Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og tekur formlega við á morgun. Hér er hann með fallegan sjóbirting sem hann veiddi í Úlfarsá eða Korpu. Ljósmynd/Jóhann Helgi
Jóhann Helgi Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og tekur formlega við á morgun. Veiðibakterían er honum í blóð borin. Hér er hann með fallegan sjóbirting sem hann veiddi í Úlfarsá eða Korpu. Ljósmynd/Jóhann Helgi
mbl.is – Veiði · Lesa meira