„Kjörið tækifæri að vinna við ástríðuna“

Nýr fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands veiðifé­laga tek­ur við á morg­un. Það er um­hverf­is– og auðlinda­fræðing­ur­inn Jó­hann Helgi Stef­áns­son sem er að taka við Gunn­ari Erni Peter­sen. Jó­hann Helgi er eng­inn nýgræðing­ur þegar kem­ur að veiði og hags­muna­bar­áttu á þeim vett­vangi. Hann sat í stjórn FUSS sem er Fé­lag ungra í skot– og stang­veiði. Hann hef­ur einnig tekið þátt í bar­áttu fyr­ir vernd­un villta lax­ins meðal ann­ars sem sjálf­boðaliði fyr­ir NASF sem hef­ur gert sig gild­andi í bar­átt­unni.

„Ég hef kynnst þess­um mála­flokki býsna vel síðustu ár og komið að veiði og hags­muna­bar­áttu með ýmsu móti. Mér fannst þetta kjörið tæki­færi til að geta unnið við það sem maður hef­ur ástríðu fyr­ir. Þess vegna sótti ég um þetta spenn­andi starf,“ upp­lýsti Jó­hann Helgi í sam­tali við Sporðaköst.

Jóhann Helgi Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og tekur formlega við á morgun. Hér er hann með fallegan sjóbirting sem hann veiddi í Úlfarsá eða Korpu. Ljósmynd/Jóhann Helgi

Jóhann Helgi Stefánsson er nýr framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga og tekur formlega við á morgun. Veiðibakterían er honum í blóð borin. Hér er hann með fallegan sjóbirting sem hann veiddi í Úlfarsá eða Korpu. Ljósmynd/Jóhann Helgi

mbl.is – Veiði · Lesa meira