Veðurblíðan þessa dagana er ótrúleg og snjóalög til fjalla hafa sjaldan verið minna á þessum árstíma. Víða er bara föl og sumarstaðar töluvert minna en föl, sem er auðvitað ekki neitt. Hitastigið á Holtavörðuheiðinni í dag var þrjár gráður og fjórar þegar neðar var komið.
Þetta er hlýjasti nóvember frá byrjun mælinga og ef heldur áfram sem horfir verður etv. ekki nægur snjór næsta vor til að fylla árnar af vatni.
„Já þetta er skrýtnara en á síðasta ári á þessum tíma, þá var aðeins snjór og árið á undan töluvert betra, þetta breytist því með hverju árinu,“ sagði veiðimaður sem við hittum við Leirvogsá hvar hann var að skoða stöðuna og kanna hvort laxinn væri byrjaður að hrygna.
„Ég held að stefni í mesta þurrkasumar fyrr og síðar á sumri komanda, það verður að koma meiri snjór fyrir áramót, það er málið, laxinn er byrjaður að hrygna hérna,“ sagði veiðimaðurinn lét sig hverfa ofar í ána.
Þrátt fyrir þessa óvissu með vatnsmagnið í ánum í vor og hvernig veiðinn verður, þá renna veiðileyfin út eins og heitar lummur. Þrátt fyrir verulega hækkun á verði víða þá eru mörg leyfin að seljast upp. Veðurfarið ruglar þá sem eru að spá í horfurnar í laxveiðinni og sumarið 2023 eitt spurningamerki.
Það var fallegt í Vatnsdalnum í gær og ekki mikill vetur í kortunum /Mynd: María Gunnarsdóttir
Veiðar · Lesa meira