Formaður og þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri á aðalfundi Stangaveiðifélags Reykjavíkur voru sjálfkjörnir og ekki komu fram mótframboð í þessi embætti. Ragnheiður Thorsteinsson var kjörin til næsta árs með lófataki fundarmanna og sama er að segja um þá stjórnarmenn sem þurftu að leita endurnýjaðs umboðs hjá félagsmönnum.
Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur næsta árið: Efri röð frá vinstri: Trausti Hafliðason, Halldór Jörgensson, Hrannar Pétursson og Brynja Gunnarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Ragnheiður Thorsteinsson, formaður, Helga Jónsdóttir og Dögg Hjaltalín. Ljósmynd/Einar Rafnsson
mbl.is – Veiði · Lesa meira