Það er ekki á hverjum degi sem tvær stórstjörnur úr alþjóðlega veiðiheiminum leggja saman í flugukastnámskeið á Íslandi. Í maí bjóða þau Simon Gawesworth og Katka Svagrova upp á flugukastnámskeið í Bugðu í Laxá í Kjós, Einnig er farið í margháttaða tækni er tengist fluguveiði og er áherslan fyrst og fremst á silung.
Þeir dagar sem í boði eru, eru 13 maí þar sem er blandaður hópur og einnig þann 14 maí. Þann 15 maí er svo boðið upp á kvennadag þar sem einungis konur mæta í Bugðuna. 16. maí var einnig í boði en hann seldist upp strax.
Þau Katka og Simon eru stór nöfn í stangaveiðiheiminum. Simon Gawesworth er eitt stærsta nafnið í fluguveiðibransanum í Bandaríkjunum og hefur getið sér afar gott orð sem leiðbeinandi bæði þar í landi og víðs vegar um heim.
Simon er eitt af þekktust nöfnunum í fluguveiðiheiminum í Bandaríkjunum. Í dag leiðbeinir hann í löndum víða um heim. Hann er happafengur fyrir alla veiðimenn. Ljósmynd/Simon Gawesworth
mbl.is – Veiði · Lesa meira