Veiðar.is var að sjá að þeir félagar Benni og Haffi voru að henda í loftið nýjum þætti af Þrír á stöng. Það þykir nú ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að viðmælandi í þeim þætti er enginn annar en heimshornaflakkarinn og fyrrum fjölmiðlamaðurinn Stefán Jón Hafstein.
Haffi sagði í samtali við Veiðar.is að hann hafi lengi reynt að fá Stefán í þáttinn en alltaf var eitthvað sem klikkaði. „Já shit Gunni, þetta er búið að taka meira en þrjú ár,“ segir Haffi.
En í þættinum fer Stefán vel yfir feril sinn sem veiðimaður og svo störf sín á ritvellinum þar sem hann var frumkvöðull í skrifum um veiði hér á landi, stofnaði m.a. Flugufréttir og hefur komið að gerð alls kyns veiðitengds efnis. Haffi segir að Stefán tali líka um silungasvæði Hofsár, Veiðivötn, Mývatnssveitina já og svo bara allt frá Afríku til Íslands. „Þetta er tímamótaþáttur því við höfum heyrt og séð allt of lítið í Stefáni síðustu ár í veiðinni“, segir Haffi. „Sko, Gunni það verður enginn veiðimaður svekktur að hlusta á þennan þátt.“
Þætti Þrjá á stöng má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Ljósmynd/Stefán Jón Hafstein
Veiðar · Lesa meira