Biðin eftir veiðitímanum styttist með hverjum degi eins og biðin eftir veiðiþáttum með Gunnari Bender sem hefjast loksins þann 22. mars n.k., en síðustu seríu sáu 140 þúsund manns. Þættirnir verða sýndir á DV.is, veidar.is og Facebook en frumsýningin verður á DV.is. Ekki er langt þangað til veiðitíminn hefst fyrir alvöru en sjóbirtingsveiðin byrjar 1. apríl nk.
Í þáttunum verður farið til veiða í Þrjósá, Norðurá í Borgarfirði, Langá á Mýrum og með ungum framtíðarveiðimönnum í fyrsta veiðitúrinn.
Veiðar · Lesa meira