Fiskur var vel dreifður og voru þeir setja í birtinga víða. Sveinn Björnsson, Denni lenti í fjöri niður á svæði eitt sem er að mati þeirra sem vel þekkja til frekar óalgengt í byrjun apríl, en þykir vita á gott. „Já, við fórum ekki af stað fyrr en eftir hádegi. Það var bylur fram að hádegi en seinniparturinn var fínn. Við fengum einhverja tuttugu birtinga og allt upp í áttatíu sentímetra,“ sagði Stefán Hrafnsson í samtali við Sporðaköst.
Birtingarnir í Eyjafjarðará eru þykkir og kraftmiklir. Stefán Hrafnsson heilsaði upp á þennan. Ljósmynd/Denni
mbl.is – Veiði · Lesa meira