Bleikjuáin sem breyttist í sjóbirtingsá

Fisk­ur var vel dreifður og voru þeir setja í birt­inga víða. Sveinn Björns­son, Denni lenti í fjöri niður á svæði eitt sem er að mati þeirra sem vel þekkja til frek­ar óal­gengt í byrj­un apríl, en þykir vita á gott. „Já, við fór­um ekki af stað fyrr en eft­ir há­degi. Það var byl­ur fram að há­degi en seinnipart­ur­inn var fínn. Við feng­um ein­hverja tutt­ugu birt­inga og allt upp í átta­tíu sentí­metra,“ sagði Stefán Hrafns­son í sam­tali við Sporðaköst.

Birt­ing­arn­ir í Eyja­fjarðará eru þykk­ir og kraft­mikl­ir. Stefán Hrafns­son heilsaði upp á þenn­an. Ljós­mynd/​Denni

mbl.is – Veiði · Lesa meira